Morgun Yoga – Vinyasa

Vinyasa yoga er yogaflæði þar sem við hreyfum okkur meðvitað með andardrættinum. Við liðkum og styrkjum allan líkamann, dýpkum andardráttinn og róum hugann. Allir tímar enda á góðri slökun. Tímarnir henta öllum sem langar að stunda yoga. Hver og einn gerir eins og hann getur og treystir sér til hverju sinni og aldrei er nein krafa um að nemendur þurfi að gera allt eða fara alla leið í yogastöðunum.

Kennari er Kristín Björg Viggósdóttir.

Kristín fékk Hatha Yoga réttindi frá VYASA Singapore sem er rekinn í samstarfi við VYSA jógaháskóla í Bangalore á Indlandi. Tímanir eru að mestu leyti Hatha jóga með smá Vinyasa ívafi. Áhersla er lögð á hugleiðslu, öndun, núvitund og líkamsbeitingu. Markmiðið er að styrkja bæði líkama og sál.

Kennt er að morgni þriðjudags og fimmtudags kl.08:35-09.35

…………………………………………………………………………………………………………………..

Hádegis Yoga – Kundalini 
 

Kundalini Yoga kemur nú í Kramhúsið.  Hver tími byggir á sérstakri Kríu og unnið verður í því með þáttakendum sem geta síðan tekið þátt í hugleiðslu í lokin eða hlaupið í burtu í sturtu. Styrkjandi æfingar fyrir sál og líkama.

Sóley Stefánsdóttir tekur við hádegistímum af Ragnhildi Ragnarsdóttur.  Hún nam Kundalini Yoga hér á landi og á Indlandi.  Hún hefur einnig kafað í Ayurveda fræðin, systurfræði yoga.

. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Síðdegis Yoga – Vinyasa

Yoga fyrir alla, byrjendur jafnt sem lengra komna.  Góðar teygjur og stöður, styrkjandi æfingar, öndun og slökun. Gyða Pétursdóttir sér um síðdegið hjá okkur í vetur.
Gyða kynntist fyrst jóga í menntaskóla í kringum aldamótin og má segja að þar með hafi fræinu verið sáð. Þar uppgötvaði hún hvernig jóga getur hjálpað við að kyrra hugann og fann jafnframt fyrir þeirri líkamlegri vellíðan sem fylgir jógaástundun. Það var þó ekki fyrr en árið 2008 sem hún hóf að stunda jóga reglulega. Tveimur árum seinna lauk hún jógakennaranámi hjá Absolute Hot Yoga í Tælandi. Hún hefur sótt ýmis styttri námskeið hér heima og einnig ferðast til Balí, Costa Rica og Sri Lanka til að dýpka þekkingu sína á jóga. Gyða kennir Hatha og Vinyasa tíma. Hún leggur áherslu á núvitund og að jóga sé aðgengilegt öllum.
Síðdegisyoga er á mánudögum og miðvikudögum kl 17:15-18:30.
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
„Herra Yoga“
 
Já, við bjóðum upp á sérstaka tíma fyrir herrana.
Teygjur, stöður, styrkur og jafnvægi, eru  megin áherslurnar.  Við hvetjum karlmenn til að koma í yoga, það veitir ekkert af að teygja, liðka og styrkja 🙂
Athugið, aðrir yoga tímar í húsinu eru fyrir bæði kynin, karla og konur!  Þannig að karlar, velkomnir í þá tíma líka.
Kristján Björn Þórðarson  sér um herrana.
Kennt er í hádeginu á mánudögum og  miðvikudögum.
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .