Vinyasa hádegis yoga

Vinyasa yoga er yogaflæði þar sem við hreyfum okkur meðvitað með andardrættinum. Við liðkum og styrkjum allan líkamann, dýpkum andardráttinn og róum hugann. Allir tímar enda á góðri slökun. Tímarnir henta öllum sem langar að stunda yoga. Hver og einn gerir eins og hann getur og treystir sér til hverju sinni og aldrei er nein krafa um að nemendur þurfi að gera allt eða fara alla leið í yogastöðunum.

Kennt er í hádeginu þriðjudaga og fimmtudaga kl.12:00-13.00

Kennari er Kristín Björg Viggósdóttir.

Kristín stundaði jóga um árabil áður en hún ákvað að gerast jógakennari. Hún fékk Hatha jóga réttindi hjá VYASA Singapore sem er hluti af VYASA jóga háskóla í Bangalore á Indlandi. Kristín kenndi sína eigin jógatíma í um 3 ár í Singapúr.

Tímarnir eru blanda af Hatha og Vinyasa flæði þar sem lögð er áhersla á öndun, líkamsbeitingu og núvitund. Auk þess er leitast við að hver og einn nái árangri í styrkingu og eða liðleika á eigin forsendum. Hver tími byrjar og endar á stuttri hugleiðslu og öndun. Tónar frá syngjandi hugleiðsluskál og jóga tónlist eru notuð til að styðja við upplifunina