Dans og skapandi  hreyfing – 3ja ára með foreldri.
Vegna mikillar eftirspurnar höldum við áfram með námskeið fyrir þennan aldur, á laugardögum. 6 vikur í senn.
Lögð er áhersla á hreyfingu í gegnum leik og tónlist, og blandast þá saman dans og spuni. Kennt er eftir hugmyndafræði Rudolf Laban og eins sænskum kennsluaðferðum, þar sem barnið er í fyrirrúmi.
 
Mikilvægt er að foreldrar taki virkan þátt og hvetji barnið.
Mjög gott sem fyrsta námskeiðs barnsins sem smám saman öðlast aukið sjálfstraust og á því auðveldara með að sleppa foreldrahendinni þegar áfram er haldið.
 
Útbúnaður: Mjúk og þægileg föt – bæði fyrir börnin og ekki síður foreldrana 🙂
 
Kennari: Guðbjörg Arnarsdóttir
 
Guðbjörg lærði ballett við Listdansskóla Þjóðleikshússins. Hún lauk danskennaranámi frá Danshögskolan í Stokkhólmi og sérhæfði sig í barnadönsum, ballett og nútímadansi. Hún hefur kennt við ýmsar dansstofnanir í Svíþjóð og á Íslandi. Guðbjörg lauk grunnskólakennaramenntun við Kennaraháskóla Íslands vorið 2001 og haustið 2003 lauk hún prófi frá sama skóla í menntun tvítyngdra barna. Guðbjörg er meðlimur FÍLD (félags íslenskra listdansara) og sat í stjórn þess í nokkur ár. Hún er gjaldkeri í Dansfræðifélag Íslands og var að gefa út kennslubók í dansi, og heitir Dansgleði.
 
3ja ára kl. 10:00-10:45 kennt á laugardögum.