Vinyasa Síðdegis Yoga

Yoga fyrir alla, byrjendur jafnt sem lengra komna.  Góðar teygjur og stöður, styrkjandi æfingar, öndun og slökun.

Tímarnir eru byggðir upp á Vinyasa jóga með áherslu á að styrkja hendur, axlir, maga og bak þ.e. miðju líkamans jafnframt því að fara í djúpar teygjur og auka liðleikann. Tímarnir hefjast með rólegum öndunaræfingum og enda á djúpri slök.

Markmiðið er kröftugt jóga við allra hæfi með djúpri slökun.

Gyða kynntist fyrst jóga í menntaskóla í kringum aldamótin og má segja að þar með hafi fræinu verið sáð. Þar uppgötvaði hún hvernig jóga getur hjálpað við að kyrra hugann og fann jafnframt fyrir þeirri líkamlegri vellíðan sem fylgir jógaástundun. Það var þó ekki fyrr en árið 2008 sem hún hóf að stunda jóga reglulega. Tveimur árum seinna lauk hún jógakennaranámi hjá Absolute Hot Yoga í Tælandi. Hún hefur sótt ýmis styttri námskeið hér heima og einnig ferðast til Balí, Costa Rica og Sri Lanka til að dýpka þekkingu sína á jóga. Gyða kennir Hatha og Vinyasa tíma. Hún leggur áherslu á núvitund og að jóga sé aðgengilegt öllum.
Síðdegisyoga er á mánudögum og miðvikudögum kl 17:15-18:30.
Kennari er Gyða Pétursdóttir.