Pilates

Pilates byggist á kerfisbundnum og þaulhugsuðum æfingum. Hver æfing virkjar kviðvöðvana og aðferðin leggur áherslu á að styrkja svæðið sem kallað er „powerhouse“ (aflstöðin) kviðinn, mjóhrygginn, ytri og innri lærvöðvana og rassinn. Markmið Pilates er að lengja, styrkja og stæla líkamann án þess að vöðvarnir verði fyrirferðarmeiri.  Kerfið heldur iðkendum við efnið, er hvetjandi, skemmtilegt og þaulhugsað tl að styrkja heilbrigðan líkama og gera hann að einni samræmdri heild.  Eftir hvern tíma er fólk afslappað, endurnært og fullt orku.  Helsti kostur Pilates er styrkur, þar má meðal annars nefna miðjustyrk, einbeitingu, samhæfingu, ryþma, flæði, öndun og nákvæmni.

Síðdegistímar með Tinnu Grétarsdóttur

Tinna Grétars er menntaður dansari og hefur starfað sem slíkur frá 1998. Árin 2004-2006 menntaði Tinna sig sem Stott Pilates kennara og kenndi hún í 4 ár við stærsta Pilates stúdíó Norðurlandanna, Pilates Room í Osló. Tinna hefur kennt í Kramhúsinu síðan 2010 en hefur einnig kennt pilates hjá Íslenska Dansflokknum og Kvikmyndaskóla Íslands.

45 mín hver tími og kennt kl. 17.00 þriðjudaga og fimmtudaga.

Skráning hér