Músíkleikfimi að hætti hússins

. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Leikfimi í sambatakti
 
Hin sívinsæla leikfimi Kramhússins er hressileg blanda af leikfimi, dansi og orkugefandi æfingum sem styrkja og liðka líkama og sál.
Kennarar leggja áherslu á rétta líkamsbeitingu og öndun við æfingar.
Sérstaklega gott fyrir bakið!
Þessi suðræna blanda af salsa, samba og afró, ásamt styrkjandi æfingum og teygjum, er eitt besta ráðið við bakveiki og vöðvabólgu.
 
Leikfimi sem eykur orku og vellíðan.
Kennarar eru Hafdís Árnadóttir sem hefur þróað þá leikfimi sem kennd er í Kramhúsinu ásamt Berglindi Jónsdóttur.