Argentískur tangó

Ástríðuþrunginn og stílfagur dans sem á rætur sínar að rekja til Buenos Aires og nýtur mikilla vinsælda um allan hinn vestræna heim.  Bryndís Halldórsdóttir og Hany Hadaya voru upphafs tangókennarar hússins og kenndu tangó í Kramhúsinu um árabil. Þau eru nú komin í hóp alþjóðlegra kennara sem ferðast um og kenna á Tangóhátíðum. Þau koma reglulega til Íslands og eru meðal annars fastir kennarar á hausthátíðinni Tango On Ice.

Kennarar Kramhússins 2018

Tinna og Jói.

Tangó fyrir byrjendur verða á föstudagskvöldum kl. 20:00-21.00 Tilvalið að fara svo beint á Practicu hér í Kramhúsinu. 

Framhaldstímar á fimmtudögum kl. 21:15. 

 

Skráning hér

Practica Tangókvöld, eða Milonga eins og það kallast, eru haldin af Tangófélaginu öll föstudagskvöld. Aðgangur er opinn öllum sem vilja æfa sig, kynna sér sporin, hlusta á tónlistina og eiga notalega kvöldstund með góðu fólki.

Smellið hér til að sjá síðu Tangófélagisins

Tangófélagið, sem hefur verið virkt síðan 2000, stendur fyrir reglulegum danskvöldum á föstudagskvöldum í Kramhúsinu og miðvikudagskvöldum á Kaffitár Bankastræti.

No event hours available!
No events available!

Event Details