Pilates

Pilates byggist á kerfisbundnum og þaulhugsuðum æfingum. Hver æfing virkjar kviðvöðvana og aðferðin leggur áherslu á að styrkja svæðið sem kallað er „powerhouse“ (aflstöðin) kviðinn, mjóhrygginn, ytri og innri lærvöðvana og rassinn. Markmið Pilates er að lengja, styrkja og stæla líkamann án þess að vöðvarnir verði fyrirferðarmeiri.  Kerfið heldur iðkendum við efnið, er hvetjandi, skemmtilegt og þaulhugsað tl að styrkja heilbrigðan líkama og gera hann að einni samræmdri heild.  Eftir hvern tíma er fólk afslappað, endurnært og fullt orku.  Helsti kostur Pilates er styrkur, þar má meðal annars nefna miðjustyrk, einbeitingu, samhæfingu, ryþma, flæði, öndun og nákvæmni.

Boðið er upp á Pilates í hádeginu á þriðjudögum og fimmtudögum, kl. 11.30-12.15 Nýr tími í haust og svo eins og áður 12:15-13:00, kennari er Vala Ómarsdóttir og Yuliana Palacios.

Vala Ómarsdóttir er menntaður jógakennari frá Jógastúdió Reykjavíkur en einnig er hún með kennsluréttindi í mat-based Pilates frá Future Fit Training í London. 

Vala kynntist fyrst jóga og Pilates í New York árið 2000 þar sem hún æfði og naut leiðsagnar Lindu Farrell. Síðan þá hefur hún kennt bæði í London og Reykjavík, m.a. í Baðhúsinu til fjölda ára, World Class, Marelybone Dance Studio, Sporthúsinu og í Jógastúdió Reykjavíkur. Vala er einnig menntuð sem sviðshöfundur og kvikmynda-gerðarkona.  

Skráning hér

No event hours available!
No events available!

 

Event Details