Magadans

Styrktu hið kvenlega og finndu konuna í sjálfri þér. Kramhúsið er frumkvöðull í kennslu magadans á Íslandi og heldur að sjálfsögðu áfram með metnaðarfulla tíma.

Magadans er frjáls dans þar sem lögð er áhersla á mjaðmahreyfingar og mjúkar handahreyfingar sem túlka tilfinningar og sál dansins. Dansinn er upprunninn í Miðausturlöndum, mikið dansaður í Tyrklandi og Egyptalandien fékk vestrænt yfirbragð í Hollywood.  Allt sem tengist kvenleika er hægt að túlka með magadansi. Magadans þjálfar innri kviðvöðvana sem við notum eiginlega aldrei í daglegu lífi og hann heldur þér í góðu líkamlegu formi. Sérstaklega gott til að styrkja bakið og losna við hvimleiða verki.

Magadans fyrir byrjendur og framhaldstímar.
 
 
Rósana verður með okkur nú á vörönn.  Hún hefur getið sér góðs orðs hér á landi enda með víðtæka reynslu í magadansi auk bollywood. 
Allir geta stundað magadans, óháð aldri eða líkamlegu atgervi!

Útbúnaður: Mjúk og þægileg föt, leggings eða sítt pils, slæða utan um mjaðmir.

Stuttan topp (ekki nauðsynlegt).

Dulúð og þokki – fyrir allar sem vilja styrkja konuna í sjálfri sér.

Skráning hér

No event hours available!
No events available!

Frábært gæsagigg ..!!! 

magadans

Event Details