„Herra Yoga“
 
Já, við bjóðum upp á sérstaka tíma fyrir herrana sem byggja á Vinyasa flæði. Teygjur, stöður, styrkur og jafnvægi, eru megin áherslurnar.  Við hvetjum karlmenn til að koma í yoga, það veitir ekkert af að teygja, liðka og styrkja 🙂
Athugið, aðrir yoga tímar í húsinu eru fyrir bæði kynin, karla og konur!  Þannig að karlar, velkomnir í þá tíma líka.
 
Kristján Björn Þórðarson mun sjá um herrana eins og áður.

Kristján Björn hefur kennt jóga frá árinu 2012 en hann lauk jógakennaranámi undir handleiðslu Drífu Atladóttur, Ágústu Kolbrúnar Roberts og Guðjóns Bergmans.

Tímarnir eru byggðir upp á Vinyasa jóga með áherslu á að styrkja hendur, axlir, maga og bak þ.e. miðju líkamans jafnframt því að fara í djúpar teygjur og auka liðleikann. Tímarnir hefjast með rólegum öndunaræfingum og enda á djúpri slök.

Markmiðið er kröftugt jóga við allra hæfi með djúpri slökun.

Kennt er í hádeginu á mánudögum og  miðvikudögum.

Nýtt í haust! Nú verðum við með Herra tíma á morgnana á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 7:30

No event hours available!
No events available!

Event Details