Leikfimi í hádeginu
 
Hádegis leikfimin er blanda af leikfimi, dansi og orkugefandi æfingum sem styrkja og liðka líkama og sál.  Einnig er unnið að styrk með stöðva æfingum.  Það skemmtilega við þessa hádegistíma er fjölbreytnin, því hver tími er mismunandi. 
Kennarar leggja áherslu á rétta líkamsbeitingu og öndun við æfingar.
Sérstaklega gott fyrir bakið!
Þessi suðræna blanda af salsa, samba og afró, ásamt styrkjandi æfingum og teygjum, er eitt besta ráðið við bakverkjum og vöðvabólgu.
 
Leikfimi sem eykur orku og vellíðan.
Kennarar eru Hafdís Árnadóttir sem hefur þróað þá leikfimi sem kennd er í Kramhúsinu, auk hennar eru þær Halla Margrét Jóhannesdóttir og Berglind Jónsdóttir.
Berglind Jónsdóttir kemur inn ný nú í haust.  Hún  verður með orkumikla tíma og leggja mikla áherslu á skemmtilega tónlist sem kemur fólki í gott skap og notast við fjölbreyttar æfingar af ýmsum toga ásamt því að nota auðveld dansspor sem skemmtilega þolþjálfun
No event hours available!
No events available!

Event Details