Breakdans

Krakkar á öllum aldri geta lært breakdans. Þeir yngstu eru 5 ára, en hópum er skipt eftir aldri og reynslu.  Breakdans er bæði fyrir stráka og stelpur.  Natasha  frá New York hefur kennt Breakdans í Kramhúsinu frá því hún flutti til Íslands árið 2000.  Hún er ein af stóru nöfnunum í Street dansi á íslandi – ef ekki það stærsta.  Kennt er á föstudögum 1x í viku.

Natasha kennir  einnig aðra götustíla, t.d Popping og hefur kennt Hiphop til margra ára hér á landi.  Hún sækir námskeið árlega hjá súper grúppunni Elite Force Crew.  Skoða má þeirra verk og sögu á síðunni www.eliteforcecrew.com þar sem fram kemur að þeir hafi m.a. unnið með Michael Jackson.   Sýningarhópur hennar Element Crew hefur komið víða við t.d. Iceland got talent og hafa keppt erlendis.

Skráning hér

breakkramhusid

No event hours available!
No events available!

 

Event Details