Dans  og skapandi  hreyfing – 4 -5 ára 
Á laugardögum, 6 vikur. Á þessu námskeiði læra nemendur grunnhreyfingar dansins – ganga, hlaupa, sitja, standa, sporhopp/valhopp, rennispor, hoppa, stökkva, ganga á tábergi, snúningar, sveiflur, teygjur, hoppa frá einum fæti til annars, frá báðum til eins, o.s.frv. Nemendur þjálfist í jafnvægisæfingum t.d. standa á öðrum fæti eða hafa einn líkamshluta á gólfinu meðan þeir hreyfa sig.
Dansþjálfun barna á þessum aldri er í gegnum leik, tjáningu og spuna. Á námskeiðinu læra nemendur einfalda hring- og þjóðdansa sem og frumsamda dansa frá kennara. Í lok hverrar kennslu gera nemendur einfaldar teygjur og slökun en þær eru jafn mikilvægar og hreyfingar líkamans.
Útbúnaður: Mjúk og þægileg föt – mikilvægt að vera í sokkum en ekki sokkabuxum 🙂
Kennari: Guðbjörg Arnarsdóttir
Guðbjörg lærði ballett við Listdansskóla Þjóðleikshússins. Hún lauk danskennaranámi frá Danshögskolan í Stokkhólmi og sérhæfði sig í barnadönsum, ballett og nútímadansi. Hún hefur kennt við ýmsar dansstofnanir í Svíþjóð og á Íslandi. Guðbjörg lauk grunnskólakennaramenntun við Kennaraháskóla Íslands vorið 2001 og haustið 2003 lauk hún prófi frá sama skóla í menntun tvítyngdra barna. Guðbjörg er meðlimur FÍLD (félags íslenskra listdansara) og sat í stjórn þess í nokkur ár. Hún er gjaldkeri í Dansfræðifélag Íslands og var að gefa út kennslubók í dansi, og heitir Dansgleði.
4-5 ára kl.10:50-11:40