Skapandi dans með contemporary ívafi fyrir 3-7 bekk.

Námskeiðið er hugsað sem dansferðalag þar sem nemendur fá að uppgötva dans í gegnum ímyndunaraflið og sköpunarkraftinn óháð fyrri menntun og mótun. Það verður lögð áhersla á að stíga út úr þægindarammanum, tjáningu í gegnum dans og tónlist, spuna og danssmíði. Við munum hita upp saman með skemmtilegum leikjum og tækniæfingum og leyfa svo dansinum að taka öll völd þar sem nemendur fá að kynnast mismunandi dansstílum og prófa sínar eigin hugmyndir áfram.

Erna Guðrún Fritzdóttir útskrifaðist frá samtímadansbraut Listaháskóla Íslands árið 2015. Stundaði áður nám við Listdansskóla Íslands. Eftir útskrift flutti hún til Belgíu þar sem hún kannaði danslandslag meginlandsins og dansaði meðal annars í verkinu We Got To Get Real eftir Yorrith De Bakker. Hún sótti einnig fjölda danstíma og vinnustofur þar á meðal Gaga intensive og hjá David Zambranó.

 

 

 

 

 

Skráning hér