Fegurð – orka – þokki

Burlesqueformið hefur gengið í endurnýjun lífdaga í heiminum. Margir þekkja fullorðinsskemmtun sem litar myndir á borð við Moulin Rouge og Cabarett, og nú er hægt að læra Burlesque í Kramhúsinu. Farið verður í hreyfimynstur, tímabil, hvernig atriði er skapað, rassahristur og brjóstasnúninga. Aðalkennari er Margrét Erla Maack, sem er listrænn stjórnandi Fullorðinssirkusins Skinnsemi og prímadonna á Reykjavík Kabarett. Hún kemur reglulega fram í Seattle og New York.

mmsma

 

Margrét kemur fram undir nafninu Miss Mokki í burlesque-heiminum. Hún hefur komið fram með Skinnsemi – Fullorðinssirkus og er stofnandi Reykjavík Kabarett. Hún kemur auk þess reglulega fram á The Slipper Room í New York og á Juliet’s, The Pink Door og The Conservatory í Seattle. Gal Friday er kennari við New York School of Burlesque og er margverðlaunuð fyrir þokka sinn og húmor. Reykjavík Kabarett er nýjasti, ferskasti og klikkaðasti kabarettinn í bænum sem helgar sig burlesque og fullorðinskabarett.

burl

Skráning hér