Untitled

Kramhúsið býður upp á ýmis námskeið fyrir börn frá 3ja ára aldri !

 Listasmiðja barna hefur verið starfrækt í Kramhúsinu frá upphafi.    

Áhersla er lögð á leiklist, tónlist, hreyfingu og dans fyrir börn frá 3ja-16 ára. Leikgleði og sköpunarkraftur eru einkunnarorð í starfinu. Sum barnanna eru í Kramhúsinu árum saman og mörg þeirra halda síðar áfram í listnámi og verða virk og áberandi í menningar- og listalífinu.

 Skapandi starf fyrir börn og unglinga

3 ára -Dans og skapandi hreyfing með foreldri

4-5 ára Tónlist og skapandi hreyfing 

5-9 áraTónlistarleikhús

Skapandi dans og nútímadans fyrir 3-7 bekk 

Breikdans frá 5 ára aldri 

Afró fyrir börn og foreldri

Kramhúsið er aðili að Frístundakorti Reykjavíkur og Kópavogs.