Morgun Yoga – Vinyasa

Vinyasa yoga er yogaflæði þar sem við hreyfum okkur meðvitað með andardrættinum. Við liðkum og styrkjum allan líkamann, dýpkum andardráttinn og róum hugann. Allir tímar enda á góðri slökun. Tímarnir henta öllum sem langar að stunda yoga. Hver og einn gerir eins og hann getur og treystir sér til hverju sinni og aldrei er nein krafa um að nemendur þurfi að gera allt eða fara alla leið í yogastöðunum.

Kennari er Ása Sóley og er hún nýr kennar hjá okkur.  Ása Sóley hefur æft yoga í 7 ár og kennt yoga í rúmlega 3 ár. Útskrifaðist úr 200 tímar yogakennarnámi hjá Ingibjörgu Stefánsdóttur í apríl 2013 og tók svo annað 200 tíma nám hjá Highvibe Yoga á Bali sumarið 2015.  Við bjóðum hana velkomna í hópinn.  Kennt er að morgni þriðjudags og fimmtudags kl.08:35-09.35

…………………………………………………………………………………………………………………..

Hádegis Yoga – Kundalini 
 

Kundalini Yoga kemur nú í Kramhúsið.  Hver tími byggir á sérstakri Kríu og unnið verður í því með þáttakendum sem geta síðan tekið þátt í hugleiðslu í lokin eða hlaupið í burtu í sturtu. Styrkjandi æfingar fyrir sál og líkama.

Sóley Stefánsdóttir tekur við hádegistímum af Ragnhildi Ragnarsdóttur.  Hún nam Kundalini Yoga hér á landi og á Indlandi.  Hún hefur einnig kafað í Ayurveda fræðin, systurfræði yoga.

. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Síðdegis Yoga – Vinyasa

Yoga fyrir alla, byrjendur jafnt sem lengra komna.  Góðar teygjur og stöður, styrkjandi æfingar , öndun og slökun.
Kristján Björn Þórðarson sér um síðdegið.  Hann nam yogafræðin hér heima og hefur verið með herrana okkar síðustu ár.  Hann tekur nú við af Áslaugu Höskulds sem verður í fríi nú á haustönn.  Kristján kennir Vinyasa yoga þetta verða mjúkir en öflugir tímar. Slökun í lokin.
Síðdegisyoga er á mánudögum og miðvikudögum kl 17:15-18:30.
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
„Herra Yoga“
 
Já, við bjóðum upp á sérstaka tíma fyrir herrana.
Teygjur, stöður, styrkur og jafnvægi, eru  megin áherslurnar.  Við hvetjum karlmenn til að koma í yoga, það veitir ekkert af að teygja, liðka og styrkja 🙂
Athugið, aðrir yoga tímar í húsinu eru fyrir bæði kynin, karla og konur!  Þannig að karlar, velkomnir í þá tíma líka.
Kristján Björn Þórðarson  sér um herrana.
Kennt er í hádeginu á mánudögum og  miðvikudögum.
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .