Hádegis Yoga – Kundalini 
 

Kundalini Yoga kemur nú í Kramhúsið.  Hver tími byggir á sérstakri Kríu og unnið verður í því með þáttakendum sem geta síðan tekið þátt í hugleiðslu í lokin eða hlaupið í burtu í sturtu. Styrkjandi æfingar fyrir sál og líkama.

Ragnhildur Ragnarsdóttir, er nýr kennari hjá Kramhúsinu. Hún lærði bæði hér á landi og í Bandaríkjunum og kemur inn með nýjan kraft. 
Hádegisyoga er á þriðjudögum og fimmtudögum kl 12:00-13:00. 
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Síðdegis Yoga

Yoga fyrir alla, byrjendur jafnt sem lengra komna.  Góðar teygjur og stöður, styrkjandi æfingar , öndun og slökun.
Áslaug Höskulds, ein af reyndari yogakennurum landsins. Mjúkir en öflugir tímar. Slökun í lokin.
Síðdegisyoga er á mánudögum og miðvikudögum kl 17:15-18:30.
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
„Herra Yoga“
 
Já, við bjóðum upp á sérstaka tíma fyrir herrana.
Teygjur, stöður, styrkur og jafnvægi, eru  megin áherslurnar.  Við hvetjum karlmenn til að koma í yoga, það veitir ekkert af að teygja, liðka og styrkja 🙂
Athugið, aðrir yoga tímar í húsinu eru fyrir bæði kynin, karla og konur!  Þannig að karlar, velkomnir í þá tíma líka.
Kristján Björn Þórðarson  sér um herrana.
Kennt er í hádeginu á mánudögum og  miðvikudögum.
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
 Nýtt  –  Nýtt  –  Nýtt
VORTILBOÐ
YogaGleði með Þórunni Antoníu
morguntímar
Einfaldleiki, styrkur og gleði.
Áhersla á að efla jákvætt hugsunarferli,stress losun, styrk og liðleika.
Kennt verður á þriðjudögum og föstudögum kl. 10:00-11:00 í 5 vikur.
Við byrjum þriðjudaginn 10.maí og endum föstudaginn 10.júní.
Hver tíminn er klukkutími og er byggður upp á einföldum en mjög áhrifaríkum æfingum. Þórunn Antonía notar reynslu sína úr ballet námi og jóga iðkun og blandar við æfingarnar uppbyggjandi skilaboð.Hugljúf og upplífgandi tónlist er blandað í tímann á markvissan hátt.Fullkomnir tímar fyrir konur sem finna sig betur í rólegra umhverfi og vilja koma sér rólega af stað í betra líkamlegra og andlegra form.

Vorverð: 16.800.-