Tónlistarleikhús

Rannsóknir á hvers kynshljóðum, tónum og eigin töframætti.

Tónlistarleikhús fyrir 5-12 ára

 – Hringinn í kringum jörðina á 78 dögum

Þátttakendur á námskeiðinu kynnast í hverjum tíma nýrri tónlistarstefnu. Læra lag, kynnast danssporunum sem tengjast því og læra að tengja það við svæði á hnettinum. Í tónlistarleikhúsinu læra börnin um eðli og eiginleika alls kyns hljóða og tóna og gera tilraunir. Unnið verður að gerð tónverka og skoðuð áhugaverð hljóðfæri úr óvæntum áttum. Kannað ómælisdjúp eigin sköpunarkrafts og má því gera má ráð fyrir því að ódauðleg listaverk líti dagsins ljós.

Svanlaug Jóhannsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir leiða hópinn í upplifunina og leita leiða til þess að dýpka skilning og tengingu barnanna við tónlist.

Mikið er unnið með hugmyndaflugið og kennslu í gegnum leik.

Útbúnaður: Klæðnaður má vera hvernig sem er, sumir mæta í búningum en aðalatriðið er að vera í mjúkum og þægilegum fötum.

Þegar líður á námskeiðið mæta þátttakendur með lítil hljóðfæri að eigin vali – jafnvel skemmtilegt er að vera með eitthvað heimatilbúið eins og t.d. plastflösku með baunum, sem hristu eða pringles/rúsínu box, sem trommu.

Kennarar í vetur eru söng og tónlistarkonurnar :

Hildigunnur Einarsdóttir og Svanlaug Jóhannsdóttir.hildigunnur svana

Tónlistarleikhús  er kennt á laugardögum

5-6 ára kl. 10:00-10:50

7-9 ára kl. 10:50-11:40

10-12 ára kl. 11:40-12:30

Skráning hér