Vinyasa Síðdegis Yoga

Yoga fyrir alla, byrjendur jafnt sem lengra komna.  Góðar teygjur og stöður, styrkjandi æfingar, öndun og slökun.

Tímarnir eru byggðir upp á Vinyasa jóga með áherslu á að styrkja hendur, axlir, maga og bak þ.e. miðju líkamans jafnframt því að fara í djúpar teygjur og auka liðleikann. Tímarnir hefjast með rólegum öndunaræfingum og enda á djúpri slök.

Markmiðið er kröftugt jóga við allra hæfi með djúpri slökun.

Kennari er Kristján Björn Þórðarson.

Kristján Björn hefur kennt jóga frá árinu 2012 en hann lauk jógakennaranámi undir handleiðslu Drífu Atladóttur, Ágústu Kolbrúnar Roberts og Guðjóns Bergmans.