Leikur og skapandi hreyfing fyrir 4-5 ára.

Unnið verður með börnunum í að kanna skapandi leiðir til að tjá sig og segja sögur í gegnum leik, dans og söng. Áhersla er á leikgleði og að öllum líði vel. Námskeiðið er í 12 vikur og í síðasta tímanum er foreldrum/forráðamönnum boðið að koma og sjá afrakstur gleðinnar.   Námskeiðinu verður skipt í þrennt þar sem farið verður í söng og leik við lag úr söngleik.  Unnið með dýraþemu og trúðaleik.  Síðan er unnin saga og leikrit úr því sem börnin hafa kynnt sér á námskeiðinu.

Kennari námskeiðsins er Sigríður Eyrún Friðriksdóttir.

Hún útskrifaðist sem leikari frá söngleikjadeild Guildford School of Acting í Bretlandi árið 2000. Síðan þá hefur hún starfað sem söngkona og leikkona í Kanada og hérna heima á Íslandi.

Krakkarnir þekkja hana helst úr Stundinni okkar þar sem hún flæktist um sem prinsessa/skógarstelpa í ævintýraskóginum hans Björgvins Franz eða þekkja röddina hennar úr teiknimyndum eins og Inside Out (Gleði), Finnboga og Felix (Eydís), Diego ofl.

Sigga hefur tvisvar tekið þátt í Söngvakeppni RÚV og gefið út eina sólóplötu.

Hún tók þátt í uppfærslum á Jesus Christ Superstar, Gretti, Vesalingunum, Mary Poppins og fleiri verkefnum í leikhúsunum hérna heima.  Sigga hefur kennt börnum söng og leik hjá Sönglist í Borgarleikhúsinu, í Meiriskóla (söngskóli Margrétar Eir), Leynileikhúsinu og í Kársnesskóla.Árið 2015 útskrifaðist Sigga með meistaragráðu í leiklistarkennslu frá Listaháskóla Íslands. 

Kennt er á laugardögum.

Skáning hér

siggaeyrun