Gleði, glens og glimmer! 

Drag hefur aukist mikið í vinsældum síðustu ár- og fer Dragsena Íslands sífellt stækkandi.

Margir eru farnir að spyrja sig ótal spurninga; Hvað er Drag? Er það eitthvað fyrir mig? Ætti ég að prófa? „Auðvitað!“ segir Gógó Starr, Dragdrottning Íslands. Svörin muntu finna í Kramhúsinu.

 Hin glæsilega Gógó mun hjálpa þér að finna þinn innri Drag-karakter og hleypa honum út! Komdu og sjáðu hvernig Drag getur hjálpað þér að auka sjálfstraust og öryggi á sviði, sem og í lífinu! Vertu með í gleðinni!Farið verður yfir Drag sem sviðslistaform, karakterbyggingu, búninga og meiköpp, hvernig atriði er skapað og hvað má læra af þessu öllu saman.

Námskeiðið er ætlað hverjum þeim sem er forvitinn um Drag, langar að prófa og sjá hvað það hefur að bjóða. Opið öllum aldri, kynjum og kynhneigðum 😉

Aðalkennari er Gógó Starr, Dragdrottning Íslands, stofnandi og framkvæmdastjóri fjöllistahópsins Drag-Súgs, þar sem hún kemur fram á mánaðarlegum sýningum. Einnig hefur Gógó komið reglulega fram með Reykjavík Kabarett og á International Drag-sýningum á Loft Hostel.Gógó er nýkomin heim úr sýningarferð um Bandaríkin, þar sem hún kom m.a. fram í New York og San Francisco, og hlakkar til að smita fleiri með þessari glimmergleði.

siggi copy

Mynd Sigurður Heimir Guðjónsson

Skráning hér